top of page
Search

Þreytt og óskipulagt eldhús?

  • annakdesign76
  • Sep 26, 2022
  • 1 min read

Er eldhúsið óskipulagt og orðið gamalt?

Það getur verið hreinlega hausverkur að vinna í eldhúsi sem er orðið gamalt og illa skipulagt. Hér eru nokkur ráð til að laga og bæta, án þess að henda öllu út.

ree

Það er ótrúlegt hvað málning getur gert....


ree

Og t.d að skipta út höldum, bæta við skápum eða jafnvel opnum hillum getur einmitt verið lausnin sem okkur vantar. Það er svo mikið úrval af alls konar málningu í dag, að það er meira að segja hægt að mála gömlu veggflísarnar.


ree

Ef gólfið er orðið þreytt, er alltaf betra að skipta því út. Gamalt matt gólf er erfitt að þrífa og getur verulega dregið niður, annars fallegt eldhús. Ef það er parket á eldhúsinu, er einnig möguleiki að láta pússa það upp og jafnvel bæsa í nýjum lit. Það gjörbreytir parketinu og endist lengi.


ree

Ef þú ert að fara í framkvæmdir í þínu eldhúsi er gott að hafa eftirfarandi í huga.

  1. Hversu mikið skápapláss þarf ég, eru skápar hentugri en skúffur?

  2. Treysti ég mér til að þurrka af og halda opnum hillum hreinum (þær þurfa regluleg þrif, ásamt öllu sem á þeim er) ?

  3. Hvernig er minn stíll, vil ég að eldhúsdótið mitt sjáist, eða er ég meira fyrir lokaða skápa (minimalist) ?

  4. Hversu margir eru oftast í mat í eldhúsinu, er borðstofa fyrir stærri matarboð eða þarf ég að koma gestum við eldhúsborðið?

  5. Hversu stórt borð og marga stóla þarf ég?

  6. Vil ég hafa eldhúsborð, eða er t.d. eyja málið fyrir mig?



ree

Ef þig vantar hugmyndir, aðstoð við að skipuleggja eða breyta á þínu heimili, endilega hafðu samband.

 
 
 

Comments


bottom of page