top of page

 ANNA K DESIGN

Þitt rými, endurhannað. 

Black and White Star in Circle

UM MIG

Markmið mitt er að skapa presónulegt rými sem hentar þér 

Langar þig að breyta, bæta eða endurhanna þitt rými, en veist ekki hvar er best að byrja? Er rýmið ekki að nýtast þér sem best? Sem innanhúshönnuður er það einmitt það sem ég get aðstoðað þig við.  Anna K Design, var skapað með það í huga að sinna þínum þörfum þegar kemur að persónulegri innanhúshönnun. Hvort sem breytingarnar eru litlar eða stórar. Hjá Anna K design er ekkert verkefni of lítið og oft þarf ekki mikið til að breyta rými, það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja uppá nýtt, heldur er oft hægt að nota það sem til er með mjög góðum árangri. Allt er unnið í góðri samvinnu við þig og þínar þarfir. Þú getur bókað tíma í ráðgjöf hér á síðunni og við förum yfir breytingarnar saman.

VERKEFNI

Anna K Design

Bright Livingroom

STOFUR

Stofur í dag eru oft í opnum rýmum og er þá oft borðstofa og jafnvel eldhús í sama rýminu. 
Það getur verið erfitt oft á tíðum að gera opin rými "kósý"
Ef þú ert í hugleiðingum með stofuna þína og langar að breyta til eða skapa ákveðið andrúmsloft, betra skipulag eða bara henda öllu út og byrja uppá nýtt. Endilega hafðu samband og við setjum upp stofu, sniðna að þínum þörfum og óskum.

SKRIFSTOFU RÝMI

Skrifstofu rými þarf að vera bæði fallegt og vinnuvænt, það þarf að henta þeim sem vinna þar og vera vinalegt og aðlaðandi fyrir viðskiptavini. Ert þú með skrifstofu rými sem þarf að hanna, eða jafnvel endurhanna? Hafðu samband og við finnum út bestu lausnina fyrir þig og þitt rými.

meeting area
workspace

OPIÐ VINNU RÝMI

Það færist enn meir í aukana að nota byggingar og rými fyrir annað en þeim var ætlað í upphafi, breytingar í slíku húsnæði eru oft mjög vandasamar og erfitt að sjá fyrir sér hvernig rýmið getur virkað þegar það er tómt. Ég get aðstoðað þig við að setja upp þitt rými og hanna það að þínum þörfum.

BAÐHERBERGI

Baðherbergi eru oft erfið viðfangs, það er margt sem þarf að hafa í huga og oft er þetta kostnaðarsamt og flókið ferli. Ef þú ert í hugleiðngum með baðherbergið þitt, hafðu samband og saman finnum við bestu lausnina fyrir þig.

Baðherbergi.jpg

Við sköpum rými fyrir þig

HÖNNUNARFERLI

Space Planning

UNDIRBÚNINGUR

Hvert einasta rými hefur sinn eigin persónuleika, með natni og rýmishönnun er auðvelt að láta hvert rými njóta sín sem best, það er einmitt markmið mitt, í hvert einasta skipti.
Ég vinn náið með viðskiptavinum mínum alveg frá fyrsta fundi og alla leið í gegnum ferlið, þannig getum við verið viss um að loka útkoman er það sem viðskiptavinir mínir virklega gleðjast yfir og njóta.
Þú getur pantað ráðgjöf hér á síðunni og saman setjum við þitt verkefni af stað.

HAFA SAMBAND

Kópavogur, Iceland

8623494

Modern Bathroom
bottom of page