Að fegra heimilið með plöntum
- annakdesign76
- Oct 9, 2022
- 3 min read

Plöntur eru ekki bara fallegar heldur hafa þær líka góð áhrif á okkur.
Það að hugsa um og fylgjast með plöntu dafna hefur jákvæð áhrif á geðheilsu fólks. Svo bæta þær andrúmsloftið og veita okkur gleði.
En hvaða plöntur er best að velja?
Hér eru nokkrar plöntur sem eru auðveldar og kröfulitlar.
Þannig að þó að þú sérst ekki með græna fingur, ættirðu að getað haldið þessum fallegum. Ég set latneska heiti plöntunnar undir það íslenska, til að auðvelda leit um umhirðu ofl.
Tannhvöss tengdamamma/Indjánafjöður.
(Sansevieria cylindrica)
Þessi er falleg og tekur ekki mikið pláss, þar sem hún vex beint upp. Hún lifir vel við flest birtuskilyrði en vex þó hraðar í meiri birtu. Hún vill þorna á milli þess sem hún er vökvuð. Við þurfum að passa að ofvökva þessa ekki. Einu sinni í mánuði er nóg á sumrin en á sirka tveggja mánaða fresti yfir vetrartímann. Þegar við vökvum þessa er gott að rennbleyta hana vel. S.s. mikið í einu en sjaldan. Ef þig langar að fjölga þessum, klippirðu bara efsta partinn af einu laufi og setur í mold, laufið rótar sig sjálft og fer svo að vaxa.

Veðhlaupari/Spiderplant.
(Chlorophytum comosum)
Er önnur falleg planta sem er þolinmóð og fyrirgefur of litla vökvun í smá tíma. Þessi er kröfulítil varðandi birtu, en þarf þó aðeins á henni að halda. Veðhlaupari er mjög góður á borði eða vegg í björtu rými. Gott er að vökva einu sinni í viku, en passa að ræturnar liggi ekki í vatni, þannig að ef plantan er í utanyfirpott, muna að tæma hann eftir vökvun. Þessi er sérstaklega falleg sem "lifandi veggur".
Veðhlaupari blómstrar hvítum blómum, sem verða svo að litlum plöntum sem hægt er að setja í vatn og svo mold þegar rætur eru komnar.

+
Zebrina/Flökku Jói.
(Tradescantia zebrina)
Er svo falleg og fæst í nokkrum lita afbrygðum. Algengust er þessi fjólubláa með silfraða kanntinum, svo eru til grænröndóttar og einlitar grænar. Þær eru einnign auðveldar í umhirðu, þurfa bjartan stað, ekki endilega sól og svo vökva sirka aðra hvora viku, þá líður þeim vel. Gott er að hafa í huga að plöntur þurfa aðeins meiri vökvun á sumrin en á veturnar. Þessi fjólubláa blómstrar bleikum blómum. Það er mjög auðvelt að fjölga þessari með afklippum sem settar eru í vatn, þar til rætur myndast, þá skellum við plöntunni í mold.+

Jukka/Yucca.
(Er bara með latnesktaheitið, Yucca)
Þessi planta þolir þurrk vel. Hún vill vera í birtu og þolir sól vel. Hún vex hægar í minni birtu. Það er alveg í lagi að "gleyma" að vökva þessa í mánuð og rúmlega það. En þegar hún er vökvuð er gott að vökva vel, bara ekki oft. sirka einu sinni í mánuði yfir sumartímann og sjaldnar á veturna. Jukka getur blómstrað. Ef hún er orðin úr sér vaxin eða kræklótt, er hægt að skera ofan af henni og setja afskurðinn í mold, hann rótar sig og úr verður ný planta.
Ef þú hefur ekki áhuga á eða getur ekki verið með lifandi plöntur, er hægt að finna lausn á því líka. Gerfiplöntur eru til svo margar og fallegar sem líta mjög náttúrulega út og engum grunar að séu ekki lifandi. Mundu bara að þær þurfa að fara í bað annað slagið, því það safnast ryk á þær og það er ekki "lookið" sem við viljum. Það er mjög sniðugt að skella þeim bara í sturtu, þá næst vel allt ryk af plöntunni. Hér fyrir neðan eru t.d. dæmi um gerfiplöntur.



Ef þig vantar aðstoð við að finna réttu plöntuna/plönturnar fyrir þitt rými, er ég meira en til í að aðstoða þig. Ekki hika við að hafa samband og saman finnum við plöntu/r sem hentar þér og þínu rými.
Þú getur sent skilaboð beint hér á síðunni eða haft samband í síma 862-3494
Comments