top of page
Search

Bóhó eða Retró ?

  • annakdesign76
  • Oct 3, 2022
  • 2 min read

ree

Tveir stílar sem eru mjög mikið "inn" um þessar mundir; Bóhó og Retró.


Byrjum á Bóhó.


Bóhó er ný týpa af Boheimian stíl, hann hefur verið í tísku nokkrum sinnum áður á dádlið mismunandi vegu,


Í dag einkennist Bóhó stíll af tilfinningunni um afslappað andrúmslot. Ljósir litir og viður og bast eru aðalleikarar hér.


Allt frá stólum og kommóðum til rúmgafla og skúffu framhliða.


ree

Það sem skiptir mestu máli er aflappað, kósý andrúmsloft og ljósir litir.


Þó að svart sé töluvert mikið notað með, þá er það frekar í auka hlutverki.


Bast, bambus og Macramé, fléttaðar körfur, hör, ljós náttúrulegur viður, munstraðar þykkar mottur og allt það sem við getum tengt við notalegheit, er í algerlega bóhó.



Það eru til svo margar fallegar bóhó vörur í flestum húsgagnaverslunum bæjarins, allt frá Ikea til laboutiqedesign og í allskonar verðflokkum, einnig er oft að finna gersemar á nytjamörkuðum.

Þannig að allir ættu að getað fundið smá "bóhó" við sitt hæfi. Það er nefnilega mjög auðveldlega hægt að flétta þennan stíl inná heimilið, þó að það sé ekki allt í basti og macramé.


Retró/midcentury modern.


ree

Þessi stíll er eins og nafnið gefur til kynna, ættaður frá 1960 sirka og hér er tekk í aðalhlutverki.


Hansa hillur og stór nöfn í hönnunarheiminum sem ennþá eru vel þekkt eins og Arne Jacobsem, LeCorbusier, Alvar Aalto ofl eru aðal hönnuðir þessa tíma og stíls.

Allt frá húsgögnum sem allir þekkja, til lampa og allt þar á milli, sköpuðu þessir hönnuðir af kostgæfni og með það að leiðarljósi að þessir hlutir áttu að endast, sem þeir svo sannarlega gert.



ree

Ennþá eru til húsgögn frá þessum tíma sem eru orðin 60-70 ára gömul og ennþá í fullkomnu ástandi.


Tekk, hnota, ull, leður og plast var m.a. notað í miklu mæli.


Hér eru beinar línur málið og meira svona "minimalist" andrúmsloft, miðað við bóhó stílinn.


Allt á sínum stað og lokaðir skápar og skenkir sem hafa mikið geymslupláss og eru svo fallegir að horfa á, geyma það sem ekki þarf að hafa sýnilegt.


Hérna eru líka meiri og sterkari litir notaðir, munstur sem voru algeng á þessum tíma eru einnig með en aðeins tónuð niður.


Veggfóður er mikið með í retró stílnum og gærur, leður, ull (bouclé) áklæði eru svo töff við tekkið og hnotuna. Listaverkin eru abstrakt og málmar eru brass og gull, meira en silfur. Í dag er þó allt leyfilegt og að blanda saman mismunandi málmum getur komið svo vel út.


Flestar húsgagnaverslanir eru með úrval af retró húsgagna stílnum og auðvitað má finna gersemar á nytjamörkuðum. Ennþá eru framleidd húsgögn eftir þessa flottu hönnuði, td er Epal, Pennin ofl. með úrval af þessum frægu húsgögnum og hér er einmitt líka hægt að t.d. kaupa bara einn stól, eða eitt skrifborð. Það þarf ekki að vera með eingöngu tekk og allt í retró. Mjög auðvelt er að flétta saman þessa hönnun við nútíma heimili, sem eru ekki endilega í þessum stíl.


Vantar þig ráðleggingar varðandi þitt heimili.

Ertu ekki viss um hvernig stíll passar best hjá þér?

Endilega hafðu samband og ég aðstoða þig með val sem hentar ér og þýnu rými.

 
 
 

Comments


bottom of page