Ertu þú að fara að mála? Þetta eru litirnir fyrir 2023
- annakdesign76
- Oct 31, 2022
- 3 min read
Updated: Nov 2, 2022
Ef þú ert að spá í að mála td. allt heimilið fyrir jól, er núna góður tími til að velja liti og skipuleggja verkið. Það eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga áður en málað er.
Td. þarf að fara yfir veggina og sparlsa í göt, fjarlægja innstungur og ljósatakka og svo auðvitað muna eftir máliningar teypinu og verja gólfið með dagblöðum eða máliningardúk/pappír. Svo er gott að hafa í huga að ef þú ætlar að mála loftið líka, er best að bryja á því. Það er um að gera að ráðfæra sig við starfsfólk málningaverslana, þau eru sérfræðingar og geta leiðbeint með val á málningu, magn, gljástig o.s.frv.

Það kom mér frekar mikið á óvart að litur ársins hjá einum stærsta
málningarframleiðanda í heimi er hvítur.
En eins og við vitum er hvítur ekki bara hvítur, það eru til margir hvítir tónar. Behr litur ársins, Blank Canvas er hlýr hvítur litur sem hægt er að nota með öllum litum. Það segir okkur líka að hvítt og ferskt er alls ekki að fara neitt og verður áfram árið 2023.

Vinsælasti liturinn þessa dagana hjá Slippfélaginu er Gyðjugrænn.
Þessi fallegi djúpi græni litur minnir á gimsteininn Emerald og nafnið er æði.
Gyðjugrænn er djúpur litur sem passar vel með flestum litum og td grátt, hvítt og svart fer mög vel með þessum lit.
Gott er að hafa í huga þegar dökkir litir eru notaðir að gera ráð fyrir birtunni í rýminu sem á að mála. Ég mæli alltaf með að fá prufudós og prófa á flötinn áður en máliningin er keypt.
Slippfélagið getur blandað fyrir okkur hvaða lit sem er og ef þessi er of dökkur eða ljós í rýmið, geta þeir breitt honum.

Sherwin Williams liturinn fyrir 2023 Redend Point er næstum pastel litur, sem er svona eins og blanda af bleikum og ferskjulit. Þessi litur minnir óneitanlega dáldið á níunda áratuginn og kemur með smá nostalgíu.
Þetta er bjartur litur með mikla gleði og hann fer mjög vel við flest alla hvíta, gráa og viðar liti, sérstaklega fer hann vel við dökka viðarliti eins og hnotu og dökka eik, jafnvel tekk.

Benjamin Moor litur ársins, Raspberry Blush er hindberja bleikur litur sem er svo sannarlega bjartur en á sama tíma djúpur. Þessi litur er klárlega ekki fyrir alla. En skemmtilegur litur að nota með td. öðrum litum. Ef þetta er uppáhalds liturinn þinn og þig langar að mála vegg eða jafnvel heilt herbergi, mæli ég eindregið með að fá prufu fyrst til að sjá hvernig liturinn kemur út í þínun rými.

Þessi fallegi grá beige (Rustik Greige) litur er litur ársins frá Dutch Boy.Þessi er mjög fallegur og passar við flesta liti. Auðveldlega hægt að nota hann bæði sem aðal lit og auka lit.

Litur ársins 2023 frá Sérefni er þessi fallegi mildi guli litur Wild Wonder. Þessi er svo bjartur og fallegur og hann passar við svo marga liti. Góður sem aðal litur og auka litur. Fer sérstaklega vel með viðartónum og ljósum litum eins og hvítu, ljós bleiku og ljós bláu, en einnig með dökkum djúpum litum eins og t.d. Gyðjugrænum og fleiri djúpum litum.

Það er greinilegt að litir ársins 2023 eru alls konar og ættu allir að getað fundið sinn uppáhalds lit. Þetta eru líka bara spár um hvaða litir verða vinsælir, svo að við þurfum ekki að hlaupa til og mála allt, stundum er bara spurning um að hressa uppá veggina með sama lit og við völdum síðast. Stundum langar okkur að brjóta upp eitt rými með einum vegg í öðrum lit, svo það er um að gera að láta hugmyndarflugið ráða ferðinni og velja lit eða liti sem henta og við erum sátt við, alveg burt séð frá því hvað er í tísku.
Hvað finnst ykkur um liti ársins 2023?
Comments