Nokkrir einfaldir hutir sem geta fegrað þitt heimili.
- annakdesign76
- Sep 19, 2022
- 2 min read

Að vera með fallega og snyrtilega forstofu hefur svo mikið að segja um það hvernig bæði þú sjálf/ur upplifir heimlið þitt, ekki síður en gestir sem koma í heimsókn.
Anndyrið/forstofan er það fyrsta sem tekur á móti okkur þegar við göngum inn og það skiptir svo miklu máli að það rými sé notalegt og að það taki vel á móti þeim sem inn koma.
Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga varðandi forstofu/anddyri/inngang.
Vera með góðar hirslur sem rúma vel allt það sem fjölskyldunni fylgir, td, snaga, skóskápa, fataskápa o.s.frv. Einnig er gott að gera ráð fyrir gesta snögum, hengi, skáp og plássi fyrir skó. Ef plássið er lítið, getur verið sniðugt að skipta út vetrar og sumarfötum eftir árstíma. T.d. að pakka sumarfötum niður í ferðatösku yfir vetrartímann og svo öfugt á sumrin. Fráleggsborð eða hillu til að geyma lykla, veski, síma ofl. sem við þurfum að leggja frá okkur við innganginn.

2. Það er alltaf gott að vera með góðan spegil í þessu rými, flestir vilja "tékka á sér" áður en út er haldið. Gott að hafa í huga hér að spegillinn þarf að vera rétt staðsettur varðandi birtu og það sem hann speglar í rýminu. Því speglar ýkja það sem er hinum megin og speglast, þannig að við viljum kanski ekki að spegillinn spegli snaga fulla af fötum.

3. Góð motta og jafnvel skógrind getur verið gott að hafa ef margir eru á heimilinu, við
þurfum samt að passa að ofhlaða ekki skógrind og gott að hafa í huga að hafa eitt par af skóm á mann á þessari skógrind s.s. mest notaða parið af hverjum og einum og hinir skórnir inni í skáp eða skóskáp. Það eru til margar skemmtilegar lausnir á skógeymslu og um að gera að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.

4. Sæti, stóll, bekkur eða eitthvað sniðugt til að sitja á þegar farið er í skó t.d. getur verið einmitt þa' sem vantar í. Það er gott að hafa í huga að stóllinn sé í réttri stærð þ.e.a.s. að hann passi í rýmið og sé í hentugri stærð til að nýtast sem best. Lokuð geymsla með sæti getur verið sniðug launs til að nýta einmitt geymsluplássið undir sætinu.

5. Fallegt loftljós, jafnvel með dimmanlegri peru eða snjallperu t.d. gæti verið einmitt lausnin sem vantar í þitt rými. Loftljós eru til í svo miklu úrvali og geta verið eins og listaverk, með birtu. Að vera með dimmanlegar perur eða snjallperur gerir okkur kleift að stjórna betur hlýleikanum í rýminu og það getur verið skemmtilegt jafnvel að vera með nokkra litamöguleika, allavega hlýja og kalda birtu, sem við getum stillt eftir þörfum.

6. Kerti og stjakar skapa líka notalega tilfinningu og að mínu mati er aldrei of mikið af kertum, alltaf pláss fyrir eitt eða tvö í viðbót. Ilmkerti eru í sérstöku uppáhaldi og svo mikið að yndislegum ilmum til að allir ættu að geta fundið ilmkerti við sitt hæfi.

Comments