Hugmyndir til að gera heimilið "kósý"
- annakdesign76
- Sep 12, 2022
- 2 min read
Ljós
Að hafa góða birtu sem er auðvelt að stjórna er mikilvægt. Að vera með lagskipta birtu, þeas. eitt aðalljós og svo lampa, sem þú getur stjórnað og eru með dimmer eða dimmanlegri

peru (smart bulb), getur breytt öllu í þínu rými. Að hafa bara loftljós er ekki nóg. Þannig að ef þú ert í vafa um hvernig þú getur gert þitt rými notalegt, byrjaðu á að skoða ljósin og perurnar hjá þér.
Kerti
Kerti eru auðveld og ódýr lausn til að mýkja upp rými og skapa þessa kósy stemmingu, svo eru þau til með svo góðri lykt sem er bara ennþá notalegra. Prufaðu að hafa nokkur saman t.d. 3 saman á bakka, passaðu bara að ef þetta eru ilmkerti, ekki blanda mismunandi lykt heldur hafa öll kertin með sömu lykt, eða bara eitt ilmkerti og hin bara venjuleg.

Plöntur
Plöntur gera svo mikið fyrir rýmið, að setja inn fallega plöntu getur breytt svo miklu. Rannsóknir hafa verið gerðar á að plöntur hafa jákvæð áhrif á geðheilsu okkar og veita okkur gleði. Plöntur bæta líka loftgæðin og allir ættu að geta fundið plöntu(r) við sitt hæfi.
Ef þú getur ekki haft lifandi plöntur einhverra hluta vegna, eru fáanlegar mjög fallegar og náttúrulegar gerfiplöntur t.d. í Ikea og Rúmfatalagernum

Teppi, púðar og mottur
Til að hlýja upp og skapa kósý stemmingu eru púðar, teppi og mottur alltaf góð lausn.
Finndu út hvaða efni, litur og áferð hentar þér, það er extra kósý að blanda saman mismunandi áferðum og ég hef heyrt oft, að það er ekki til neitt sem heitir of mikið af púðum.
Myndlist og speglar
Að vera með bera veggi er ekkert sérstaklega notalegt, það getur valdið bergmáli og kuldalegu andrúmslofti í rýminu. Að velja fallegt málverk, eftirprentun og/eða spegill getur gefið þínu rými notalegra og fallegra yfirbragð. Munum bara að staðsetja vegglistina okkar rétt og hafa það í huga með spegla að þeir endurkasta því sem er fyrir framan þá.

Comments