Nokkur góð ráð til að uppfæra baðherbergið
- annakdesign76
- Jan 9, 2019
- 1 min read
Updated: Jun 13, 2019
1. Að skipta út höldum og snögum.
Getur verið ódýr og fljótleg lausn til að uppfæra baðherbergið þitt, það er alveg magnað hvað nýjar höldur og falleg handklæðaslá getur gert mikið fyrir baðherbergið. Prófaðu þig líka áfram með staðsetningu á t.d. handklæðaslá og snögum .
2. Skipta um lýsingu.
það að setja upp nýja lýsingu getur breytt svo miklu, nýtt ljós eða fleiri ljós geta gert baðherbergið þitt bjartara og það getur virðst stærra og hreinna, ef lýsingin er rétt.
3. Taka til og endurskipuleggja.
Að taka til í skápum og endurskipuleggja, jafnvel bæta við hirslum getur gert kraftaverk, bara að hafa baðherbergið hreint, snyrtilegt og vel skiplagt, þar sem hver hlutur á sinn stað, gerir svo mikið. Ath. hvort t.d. tannburstaglasið má fara inní skáp og hvort þú sérst með marga hluti á vaskborði.
4. Að velja saman liti.
Að láta litina "passa saman" vera í takt og velja t.d. 2-3 aðalliti á baðherbergið, gæti verið einmitt það sem þitt baðherbergi þarf. Athugaðu hvort þú sérst með einhvern ákveðin lit í meiri hluta og notaðu hann, veldu svo lit/liti sem passa við þann lit til að skapa fallega heild.
5. Uppfæra flísar.
Að uppfæra t.d. fúgurnar á milli flísa getur gefið alveg nýtt útlit, svo er einnig hægt að mála þreittar flísar og jafnvel skipta út bara hluta af flísum. Leyfðu bara ímyndunaraflinu að njóta sín.

Comments